fimmtudagur, 26. desember 2002

Ég er möndlugrísinn

Amma býr alltaf til svo góðan mat... Jahá!
Fyrir þá sem þekkja til þá er þetta einhver sannasti málsháttur í sögu mannkyns.

Ég og Ásdís erum í heimsókn hjá Pétri afa og Stellu ömmu, búin að borða og erum nú södd og sæl uppi í baðstofu að kjafta við afa. Á meðan sitja ærslafullir spilagrísir niðri og spila manna. Spilagrísirnir eru: amma, Stella Soffía og Kristján. En ég er ekki spilagrís í dag, ég er möndlugrís og möndlugrísir fá alltaf verðlaun þegar þeir eru búnir með grautinn sinn. :)