mánudagur, 20. janúar 2003

Vinir

Gærdagurinn var fremur vinalegur. Sunnudagar eru nú oft vinalegir en þessi var meira svona Friends-legur.

Eftir að hafa tekið ágætis tiltektartörn þá lögðumst við upp í sófa og horfðum á vini í tölvunni. Stella systir mín kom okkur nefnilega upp á lagið með þetta vinadót um daginn og nú er ég bara kominn svo vel inn í þetta allt saman að ég bara verð að verða vinsælli (þ.e. eignast fleiri þætti).

Ég segi nú bara eins og Bjarni vinur minn sagði: Hver þarf vini þegar hann á Vini? Nei heyrðu mig nú ég er ekki svo forfallinn.