fimmtudagur, 23. janúar 2003

Popp og kók

Nei, nei við fórum ekki í bíó í gær nema þá heimabíó í besta falli. Við erum nebbla enn að horfa á 8 seríu af Friends og eigum bara fjóra þætti eftir.

Nú, nú gærkvöldið var ekkert öðruvísi en önnur undanfarin kvöld að því leyti að við gláptum á 2-3 þætti af ofangreindri syrpu. Hins vegar tókum við upp á svolitlu sem við höfum, að ég held, aðeins einu sinni reynt áður, við poppuðum.

Og nú er ég ekki að tala um örbylgjupopp því ég held ég hafi klárað minn kvóta af því á unglingsárunum, heldur á ég við poppkorn að hætti 9. áratugarins, þegar við Baldur vorum enn pjakkar. Við poppuðum sem sagt í potti og sjá, það tókst!

Og svo átti ég hálfslítra kók inni í skáp sem Vífilfell gaf okkur stelpunum í styrk þegar við fórum til Grænlands (svolítið glatað ég veit haha) svo ég skellti henni bara í frystinn í hálftíma og viola: popp og kók.

P.s. Ég veit þetta hljómar furðulega en kókin var faktískt útrunnin, best fyrir 1. janúar 2003. En hver tekur svo sem mark á því, þetta er bara sykurleðja uppleyst í vatni, haha :)