föstudagur, 24. janúar 2003

Megavika

Það er greinilegt að enn einu sinni er skollin á svokölluð megavika hjá Dominos. Og hvernig veit ég það?

Jú, sjáðu til, í gærkvöld fórum við upp í VR til að lesa og þegar við gengum inn í bygginguna var pizzafnykurinn svo stækur að við lág að maður snérist á hæl og læsi frekar úti í slyddunni og myrkrinu.

En við hörkuðum af okkur, mér tókst að kasta ekki upp og Baldri tókst að hemja garnagaulið. Það versta var að því ofar sem dróg varð lyktin stækari og stafar það af því að fólk borðar iðulega á efstu hæðinni fyrir utan bókasafnið.

Þegar heim var komið fórum við á smá kvöldrölt um hverfið þar sem við náðum ekki í sund. Við komum við í lítilli sjoppu til að kaupa mjólk og er þá ekki þessi sama pizzastybba þar og var í VR.

Ég hef sterkan grun um að starfsmenn sjoppunnar hafi falið nokkur tonn af mega pizzum í skonsunni bakatil en lyktinni héldu engin bönd og þannig komst upp um átveisluna. Við stoppuðum stutt við í sjoppunni og ég held ég borði ekki dominos á næstunni.