Veðrið hefur vægast sagt látið furðulega við landsmenn undanfarna daga. Eina stundina er sól og blíða en næst þegar manni verður litið út um skjáinn eru hvít snjókorn á þeytingi um loftin blá. Eða þá blanda af hvoru tveggja eins og akkúrat núna, heiðskýrt og skýjað, glampandi sól og snjókoma.
Gott dæmi um íslenskt veðurfar undanfarna daga kemur frá Pésa, frænda Baldurs. Hann settist út í blíðviðrið að morgni til með moggann og kaffi og var víst frjálslega klæddur. Þegar kaffið var uppurið fór hann inn að fylla á' ann (kaffibollann alt svo) og þegar hann kom til baka var skollinn á hríð! Án efa smá fært í stílinn en samt sem áður góð saga.
Ég held að þetta sé einmitt tækifærið til að grafa upp úr gömlum skruddum orðatiltæki á borð við: Það skiptast á skin og skúrir.