Fimmtudaginn síðasta veðjaði ég í fyrsta skipti á ævinni að ég held, þ.e.a.s. fyrir peninga alla vega. Ég dró Baldur snemma heim um kvöldið til að geta fylgst með lokaþættingum af The Bachelor (skömm af því ég veit) og á leiðinni heim vorum við að velta því fyrir okkur hver myndi hreppa "hnossið", þ.e. piparsveininn sjálfan.
Ég var þess fullviss að Helene myndi verða fyrir valinu og þrátt fyrir að Baldur hafi verið sömu skoðunar vildi hann endilega gera þetta að veðmáli. Ég tók því og veðjuðum við upp á 1500 kall sem ég fengi í minn hlut myndi Helene vinna en Baldur ef Brooke yrði hlutskörpust. Og sjá, ég hafði rétt fyrir mér og nú er ég 1500 kalli ríkari sem ég má nota í hvað sem er. Þetta minnir mann bara á manns eigin piparsveinkutíð þegar ekki þurfti að leggja eyðslu manns undir einhvern annan :)
P.s. Mér finnst reyndar svolítið svindl að taka við þessum fjármunum því Aaron og Helene hættu víst saman fyrir áramót svo faktíst séð voru þau ekki saman þegar við vorum að fylgjast með rómantíkinni blómstra þeirra í millum. En ahh, ég læt mig samt hafa það.