sunnudagur, 27. apríl 2003

Afmæli

Í gær var haldið afmæliskaffi heima og var mikill viðbúnaður lögreglu af því tilefni og kallast dagurinn víst lögregludagurinn. Það kom þó ekki til óeirða og fór veislan öll fram á hinn virðulegasta máta og ber húsfreyjan allan heiður af því.

Eins og allir vita fylgir hverju afmæli aukinn aldur afmælisbarns og ég hef meira að segja heyrt að sumir fái þroska í kaupbæti. Það er sosum gott og blessað en mér líst nú ekki á blikuna þegar fólk er farið að stinga upp á ruggustól sem næstu afmælisgjöf. Eru það skilaboð um aukinn þroska eða hvað? Ég veit ekki, það er erfitt að segja... En dagurinn í gær var frábær, takk fyrir mig!