fimmtudagur, 24. apríl 2003

Gleðilegt sumar!

Ég (ef mig skyldi kalla) vil fylgja eftir svokallaðri fyrirsögn og óska öllum um heima og geima gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn (ef vetur skyldi kalla). Ég ákvað að eyða þessum fyrsta degi sumars í vinnunni og nýta tímann í lærdóm. Það er þó eins og oft áður erfitt að gera tvennt í einu og lærdómur víkur fyrir vinnu og almennu amstri.