sunnudagur, 8. júní 2003

Nota bene

Ég vil bara vekja athygli á einu hér ef ske kynni að einhver hafi misskilið færsluna hér að neðan. Sumarfríið verður ekki á netinu ef einhverjum skyldi hafa dottið það í hug og vísa ég þar í orð mín "fyrir sumarfríið okkar á netinu." Við einfaldlega keyptum flugmiðana í gegnum netið. Ha, maður getur verið svo skemmtilega ruglaður.