Í gærkvöldi keyptum við flugmiðana fyrir sumarfríið okkar á netinu. Það tók okkur lengri tíma en við bjuggumst við að kaupa miðana þar sem við erum svo rosalega vandvirka og samviskusöm að við vorum alltaf að tvítékka og sjá hvort allt væri ekki í ordnung.
Svo þurfti ég auðvitað að lesa öll plögg um hin ýmsu skilyrði og reglur flugfélaganna svo vel að Baldur sagði að ég ætti að gerast lögfræðingur. Mér líst reyndar ekkert svo illa á þá hugmynd :)
Þetta gerðum við tvisvar því við þurftum að kaupa flugmiða á tveimur stöðum, frá Keflavík til London með Iceland Express og síðan frá London til Dinard í Frakklandi með Ryanair.
Þetta verður ansi gott og langt frí; við ætlum að vera fimm nætur í London og síðan einhverjar tvær vikur á Bretagne skaganum. Ég er ansi hrædd um að þetta verði hið ljúfa líf.