Ég er búin að eyða lungann úr deginum í að lesa gamlar dagbókarfærslur okkar Baldurs og ó, það er svo gaman!
Ein skemmtileg tilviljun, við hjónakorn vorum búin að ákveða að fara í Europris í dag eftir vinnu og birgja okkur (þ.e.a.s. mig) upp af sokkum á tilboði. Baldur heimtar reyndar líka að fá sokka en maðurinn er svo stórfættur að það er ekki hægt að segja að hann sé maur! (einkahúmor) Við ætlum reyndar að nýta ferðina og kaupa tómata í leiðinni því í verslunarferðinni í Bónus í gær voru ekki til tómatar, appelsínur og gulrætur. Hneisa.
Hvað um það, tilviljunin er þessi: Áðan í nostalgíukastinu las ég þessa færslu um ferð okkar í fyrrnefnda verslun þar sem svipaður varningur rataði ofan í kerruna og mér líst hreint ekki á blikuna. Ættum við að hætta okkur á þessar slóðir aftur eða eigum við að gera það sem brennt barn gerir ávallt, þ.e. að forðast Europris?
P.s. Mig langar ógurlega mikið í nýja sokka svo allt bendir til þess að við brennum okkur, æ.