miðvikudagur, 20. ágúst 2003

Sokkar

Ekki voru nú vandræði að finna á mig sokka, ég fékk heil sex pör.

Nú er ég í frímínútum og ákvað að nota tímann í smáblogg. Í gærkvöldi heimsótti ég Pétur afa og Dag. Var margt spjallað og fór ég heim með tvo fulla Hagkaup-size poka af dýrindis grænmeti.

Þar sem ég á nú svo mikið grænmeti fór ég í smá tilraunir. Fyrsta tilraun var grænkáls og brokkólí safi sem ég drakk í morgunmat. Vægast sagt kraftafæði.