Okkur fannst svo gaman í berjamó sunnudaginn seinasta að ákveðið hefur verið að fara aftur upp í Munaðarnes seinni part dags í dag og tína ber við Paradísarlaut. Oh, hvor det er dejligt!
Ég ætla bara að tína bláber því ég fíla ekki krækiber. Svo ætlum við að baka vöfflur og fá okkur bláber ofan á og kannski smá hlynsíróp og rjóma. Namm.