fimmtudagur, 21. ágúst 2003

Bláber

Já þetta gekk allt saman eftir. Við fórum upp í Munaðarnes í gær og tíndum fullt, fullt, fuuullt af bláberjum, bökuðum vöfflur og átum helling af bláberjum en það hafði ekkert að segja. Við þurfum að halda vel á spöðunum í dag og á morgun og eta bláber.

Ekki hringja, ekki reyna að tala við mig ég verð upptekinn næstu tvo daga. Ég þarf að eta bláber.