fimmtudagur, 11. september 2003

Blæbrigðamunur

Mér líður nú svolítið eins og ég sé að leika í myndinni Groundhog Day. Hvers vegna? Þið komist að því þegar þið lesið færsluna.

Í gær eftir skóla fórum við Ásdís á Subway (nýtt) og svo í bíó á bresku kvikmyndadagana (enn og enn og aftur). Við sáum myndina Plots with a View (nýtt). Mæli með henni (gamalt). Fullt af hágæða leikurum sem fara á fullt af kostum.

Eins og sjá má er eilítill blæbrigðamunur á þessari færslu og þeirri sem ég skrifaði í gær. Hann mun þó ekki vera augljós og hefi ég því merkt sérstaklega við nýjungar og gamlungar. Þetta ætti að hjálpa lesendum að glöggva sig á hvað þarf að lesa og hvað ekki.

Að lokum ber að nefna að ef ég nefni hlutinn oftar en einu sinni er allt eins öruggt að hann sé til prófs. Hafið því augun opin.