Ég þraukaði nú allan daginn í gær og er alltaf að hressast. Í morgun mætti ég meira að segja í ræktina! Jahá! Ég bara mætti í ræktina... Það er lítið mál að mæta en það er víst ekki það sama og að gera. Ég fór bara í gufuna á meðan Ásdís púlaði frammi. Það var alveg reglulega fínt.
Ég ætla ekki að hefja æfingar aftur fyrr en í næstu viku, enda djúpvitur eins og fram hefur komið. Eftir veikindin er líka nóg að gera í skólanum svo ég sinni honum bara meira í staðinn.