Jæja nú er ég búinn í tímum í dag. Já það er kennt á laugardögum. Ég kemst að vísu bara annan hvern út af vinnunni en það er allt í lagi þar sem tvö af þremur fögum eru kennd annan hvern laugardag.
Þessa stundina sit ég á bókhlöðunni og er að lesa þjóðhagfræði. Bókin sem við notum er eftir Mankiw en hann er einmitt ráðgjafi Bush yngri. Ég hef heyrt að Bush eldri kalli stefnu Bush yngri voodoo economics. Það á hann víst að hafa sagt um stefnu Reagans á sínum tíma en sagt hefur verið að prógrammið hjá Bush yngri svipi til hennar. Kannski væri rétt að kalla Bush yngri barasta Bush baby.
Tekið skal fram að allt efni í þessari færslu er birt í fullkomnu ábyrgðarleysi og er eingöngu ætlað til skemmtunar.