Jæja nú er ég klæddur og kominn á ról! Ég held samt að ég sé of snemma í því.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið lýsingu í beinni þá er ég búinn að liggja í flensurusli síðan á sunnudagskvöld. Því miður eru allar líkur á að ég geri það sama í dag :( Það er líka betra að vera seif en sorrí :)
Í gær dreymdi Ásdísi einhvern helling og þegar hún var búin að segja mér frá því sagði ég henni að þetta þýddi að nú yrði hún að kíkja á listann fræga. Hún kíkti og viti menn: við erum númer ellefu.
Þetta þýðir hvað? Jú þetta þýðir að Ásdís er berdreyminn og ég djúpvitur. Haha!