fimmtudagur, 30. október 2003

Stjórnun

Nú sit ég í stjórnunartíma. Líklega er það ákveðið stjórnleysi að vera að blogga í miðjum tíma en það er nú í lagi. Sem stendur er kennarinn, hún Inga Jóna, að tala um væntingakenningar og umbun.

Næstu dagar munu mjög sennilega fara í að vinna lokaverkefni í stjórnun 1. Ætli maður þurfi ekki að temja sér eitthvað af kenningum um markmiðsbundna stjórnun áður en maður ræðst út í svona hópverkefni? Sennilega væri það ekki verra.

Nú er hún að tala um framlag og afrakstur. Ég er hættur að blogga í bili og fer aftur að glósa. Síjúleiter.