mánudagur, 17. nóvember 2003

Alls engin pattstaða

Í morgun ætluðum við að fara að lyfta en hættum við. Ástæðan fyrir því var sú að þegar við stilltum vekjaraklukkurnar í gærkveldi þá gleymdum við að reikna með tíma í að hjóla því við erum ekki enn búin að fara að láta tékka á bílnum. Ekki var nú málið svo alvarlegt að við værum í pattstöðu. Nei, aldeilis ekki! Við tókum bara fram útiskóna og skelltum okkur í hálftíma kraftgöngu.

Vegna forfalla í morgun verður farið að lyfta í fyrramálið, sama hvað.