Í dag fótbrotnaði ég ekki (so far) og var svo heppinn að fá ekki hjartaáfall í prófi. Þetta segi ég að gefnu tilefni. Ég er svo ári jákvæður gæji.
Í gær var ég heima að læra fyrir prófið og eftir ákveðinn tíma ætlaði ég að skella mér í krossapróf á netinu. Þá ákvað tölvan að fá það sem ég kalla taugaáfall dauðans. Þar sem tölvan virkaði ekki og ég var hættur að virka að mestu leyti spurði ég Ásdísi hvort hún væri ekki til í stuttan labbara.
Hún stakk upp á sundferð og fannst mér það vera snjallræði svo við bara stukkum út í bíl og... ...hann var rafmagnslaus. Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að einhver eða eitthvað hlyti að hafa ansi fastmótaðar hugmyndir um að ég skyldi sitja heima og læra the good old fashion way. Svo ég bara gerði það og hafði gaman af.
Eins og fram hefur komið er ég alheill og sæll. Það eina sem hefur breyst eru aðstæður. Ég er nú almennt svo heppinn að Hábeinn heppni ætti að öfunda mig, t.d. gengur hann um allt buxnalaus og enginn bendir honum á það. Það myndi nú teljast fremur óheppilegt í voru samfélagi.