Síðast þegar ég bloggaði þá vorum við nett. Nú erum við orðin nettari. Nettengingin hefur að vísu ekkert breyst en vinnuaðstaðan hefur batnað til muna. Undanfarið höfum við haft japanska vinnuaðstöðu, þá á ég við að til þess að hafa skjáinn í skikkanlegri vinnuhæð var gólfið besti kosturinn til setu.
Þessu kipptum við hins vegar í liðinn í gær og keyptum netta einingu sem hentar vel, sérstaklega ef manni finnst betra að sitja í stól. Nú sit ég í stól og blogga og lyklaborðið er ekki á lærunum á mér heldur á borði fyrir framan mig. Allt annað líf!
Ég er orðinn frekar þreyttur á þessari færslu þar sem bloggerinn vill ekki virka rétt. Það var einhver viðbót hér en þið missið bara af henni í bili.