Nú erum við nett. Eins og flestir vita þá lagaði ég tölvuna okkar um helgina og nú erum við nett. Nett hvað? Þetta er nýtt slanguryrði sem ég ætla að innleiða í okkar ástkæra ylhýra mál. En hvað þýðir það?
Kommoon, það er stytting á nettengd, nettengdur og svoleiðis. Nú þegar maður er orðinn nettur má búast við því að maður verði meiri þátttakandi í samfélaginu og kynni sér oftar hvað sé á seyði á t.d. mbl.is.