laugardagur, 8. nóvember 2003

Mikið fjör

Við náðum á fyrirlesturinn hans Attenborough og ekki nóg með það heldur hittum við gaurinn og fengum eiginhandaráritun. Fyrirlesturinn var mjög skemmtilegur og var í raun bara heppni að við skyldum komast inn. Líklega hefði verið eðlilegra að halda þetta í Háskólabíói þar sem margir fóru fýluferð. Fyrirlesturinn endaði á umfjöllun um paradísarfuglinn sem er sennilega eitt svalasta dýr jarðar, þvílíkir töffarar!

Eftir fyrirlestur og áritun hittum við svo Stellu Soffíu og fengum hjá henni tvær myndir og geisladisk. Líklega hefur Stella smitað mig af vírus sem er víst að gera út af við heimsbyggðina. Ég held að ég sé með krónískt tilfelli og ætla ekki að reyna neinar lækningaaðferðir. Mér er sagt að það sé hægt að lifa með þessu ansi lengi.