Fyrir allnokkru gekk ég til náða. Það gerði ég af því að það er próf á morgun. Ég er ekki sofandi eins og oftast á þessum tíma sólarhringsins heldur er ég andvaka og það er voða gaman. Það hafa nú svakalegri hlutir gerst. Til dæmis var skúringakona étin í næsta húsi nýlega. Alveg ferlegt, eins gott að ég er bara vaktmaður.
Úr því að ég er vakandi þá er ég að hugsa um að læra þangað til ég verð syfjaður og kannski fjölyrða um það á vefinn. Hver veit?