laugardagur, 6. desember 2003

Stjórnun að baki

Já nú er prófið í stjórnun að baki. Var bara að koma úr því í þessu. Ekki þýðir það samt að stríðið sé búið, ooo seiseinei. Næst er það þjóðhagfræðin hjá manni sem er háll sem áll, enda heitir hann Axel Hall. Hall er sennilega alþjóðlegt orð fyrir háll. Ætli það sé nokkuð vit í að segja meira, Axel gæti kíkt á dagbókina en það má hann ekki fyrr en eftir prófið.