miðvikudagur, 3. desember 2003

Lesilesilesilesi

Sit heima, les þjóðhagfræði og hlusta á Brahms. Nánar tiltekið er ég að lesa Mankiw og hlusta á ungverska dansa. Ekki er nú sami stíllinn á mér og í gærkveldi þegar ég ásamt Ásdísi og Pétri afa snæddi dýrindis forsetafisk. Nú eru það bara salthnetur, sólblómafræ hörfræ og vatn. Einfalt en næringarríkt og tekur engan tíma frá lestrinum. Kannski maður gefi sér nú samt tíma í alminnilegan kvöldverð á eftir.

Notalegt að sitja inni og blogga meðan Kári lætur móðann mása úti í bleytunni, ahh. Kannski maður bruggi sér bara smá te í múmínbollann sinn, ekki bagalegt og stíllinn kominn á rétt ról.