fimmtudagur, 25. desember 2003

Gleðileg jól!

Við Ásdís vorum að koma heim eftir heljarinnar matar- og pakkatörn. Ég söng í kirkjunni klukkan 18 og Ásdís hlustaði. Borðhald og matreiðsla gengu að mestu án stórslysa og kvöldið var frábært.

Þegar klukkan var svo orðin miðnætti var sunginn afmælissöngur fyrir elsku Ásdísi sem nú er orðin tuttuguogfjögurra ára.

Gleðileg jól allir saman :)