þriðjudagur, 30. desember 2003

Dásamlegt

Mikið er gaman að fá almennilegan snjó! Heiðar kom í heimsókn áðan og ætluðum við í göngutúr. Göngutúrinn varð ekki ýkja langur en útivistin umtalsverð. Við bjuggum til flottasta par í heimi, ísfólkið.

Það merkilega er að þrátt fyrir nafnið þá elska þau hvort annað mjög heitt og ef þau verða ekki bráðnuð á morgun má sjá þau á túninu við endann á Suðurgötu.