fimmtudagur, 1. janúar 2004

Gleðilegt ár!

Hér með óska ég öllum til sjávar og sveita gleðilegs árs og þakka fyrir árið 2003. Gærkvöldið var samkvæmt hefðinni, skálað í aqualibra (bæði hvítu og rauðu) og etin risastór heimabökuð snilldarpizza.

Ekki amaleg byrjun á nýju ári, en pælið bara í því það er komið 2004. Mér líður eins og ég sé hluti af lélegu handriti fyrir enn verri sci-fi mynd. Frábært!