Loksins get ég fengið útrás fyrir raddirnar í höfðinu á mér í gegnum bloggið. Það hefur gengið illa þar sem bloggerinn virðist hafa bilað í kringum áramót. Það minnir mig á að einhvern tíma sagði einhver að ef bílar hefðu þróast á sama hátt og tölvur þá væri heimurinn betri.
Ég skal sko segja ykkur það að ef bílar fengju vírusa og frysu í tíma og ótíma auk þess að maður þyrfti að uppfæra ótt og títt af því að vélin væri of hæg fyrir nýjasta bensínið þá myndi ég sannarlega aldrei stíga fæti inn í bíl.