þriðjudagur, 9. desember 2003

Þjóðhagfræði að baki

Jæja, þá er það búið. Þá sest maður bara í sófann með þessari gellu sem beið eftir mér þegar ég kom heim, fær sér jarðarber, skyr og rjóma. Ekki fer þó vel á að sitja lengi því það styttist í næsta próf og jólin líka.

Ef ég sit í sófanum fram að jólum þá gæti ég verið orðinn eins og feitur marsbúi og fengi enga pakka því enginn myndi þekkja mig. Að lokum yrði ég svo settur í dýragarð og enginn myndi vita hver ég væri. Meðan ég dúsa í dýragarðinum ærist íslenskt samfélag af spenningi vegna enn eins óupplýsts mannhvarfs. Þó er enginn horfinn. Ok, bæ ;)