mánudagur, 22. desember 2003

Kvíðið ekki

Jæja þá er ég kominn heim. Þegar ég yfirgaf Morgunblaðshöllina fyrir tveimur klukkustundum þá fór eins og ég hafði spáð fyrir. Þó skal tekið fram að spádómurinn varð ekki allur að veruleika. Nei það voru engir klökkir starfsmenn. Þeir voru velflestir farnir heim til að gráta sig í svefn. En kvíðið engu á nýju ári mun ég koma aftur og gæta ykkar.