sunnudagur, 21. desember 2003

Drama

Nú fer vaktinni að ljúka. Ekki nóg með það heldur er þetta síðasta vakt ársins hjá mér þannig að þegar ég geng út í kvöld verður spilað á fiðlur, klökkir starfsmenn munu veifa, naktir blómálfar dansa fljúgandi og batmanmerkið mun lýsa á himninum. Hvað gerist næst? Jú, ég sný mér við og segi með hægð: I´ll be back.

Fróðleiksmoli: Í dag hefði Frank Zappa, sá mikli töffari, átt afmæli.