Hihi, búinn í vinnunni og kominn heim. Er á fullu að undirbúa jólamatinn. Já ég er alveg frábær. Vinn stöðugt í fjórtán klukkustundir og útbý jólamatinn í leiðinni. Reyndar var ég svo duglegur að ég hugsa að hann endist fram á annan í jólum.
Hvað fólst í þessum mikla og flókna undirbúningi sem hetjan ég náði að afgreiða með litlafingri? Ég játa, I´m a pornodog, ég hringdi á Grænan kost og pantaði hnetusteikur. Hvortsemer er það miklu auðveldara :)