laugardagur, 20. desember 2003

Ankannalegt

Sit við tölvuna í vinnunni. Allt er eins og það á að sér að vera, nema ég. Mér líður skringilega. Það er eins og... ...eins og ég eigi ekki eftir að mæta í neitt próf á næstunni og ekkert skilaverkefni hangi yfir mér. Jibbííí :)

Venjulega þegar ég er í vinnunni rembist ég við lærdóm með misjöfnum árangri en nú er bara ekkert þannig og þykir mér hvíldin góð.