laugardagur, 20. desember 2003

Ást

Í kvöld fórum við í mat til Elfars eins og lög gera ráð fyrir á föstudagskvöldi. Þar spiluðum við meistara völundarhússins og spjölluðum.

Eftir spil stungum við af í bíó til að sjá myndina Love actually. Það var gaman. Always look on the bright side og life eins og snillingarnir sungu. Myndin er semsagt ansi hressandi gleðigjafi í skammdeginu.