Líklega hefur safnast upp einhver þreyta í prófunum. Í gær reiknaði ég ekki með því og fór bara að lyfta og útrétta fyrir jólin. Í gærkvöldi fór ég svo fremur seint að sofa, nánar tiltekið klukkan eitt.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég vaknað milli átta og níu en í morgun vaknaði ég ekki fyrr en rúmlega ellefu. Mig rámar eitthvað í það þegar Ásdís fór á fætur til að taka síðasta prófið sitt en augljóslega vaknaði ég ekki við það.
Í gær var ég að spjalla á netinu við Tómas vin minn sem er búinn að vera í Danmörku (kemur heim í dag) og sagði honum að snjókoma væri afar ósennileg á næstu dögum. Þegar ég svo ruslaðist á lappir lá við að ég fengi ofbirtu í augun þegar ég leit út. Ég hlýt að líta vel út en óháð því þá var og er enn snjór yfir öllu. Gaman!