fimmtudagur, 29. janúar 2004

Sól, sól skín á mig

Það eru kannski ekki neinar fréttir, en ég er í skólanum. Hef það ágætt. Veðrið er svo ótrúlega fallegt að ég hef ákveðið að tala barasta um það, hehe. Sól og blíða, eilítið frost og barasta fallegt. Blæs smá en það væri nú ekkert annað en argasta dusilmennavæl og aumingjaskapur að láta slíkt snerta í sér minnstu taug. Það er bara svo gaman að sjá þessa ágætu stjörnu, sólina, sem gerir lífið ekki aðeins bærilegt heldur einnig mögulegt.