þriðjudagur, 27. janúar 2004

Orðlaus

Var að klára bókina Draumur þinn rætist tvisvar eftir Kjartan Árnason. Frábær bók, mæli hiklaust með henni við alla. Frásagnarstíll Kjartans er sérdeilis þægilegur og grípandi, hver lína valin af kostgæfni. Ég var með hljóðbókarútgáfu lesna af Sigurði Skúlasyni leikara, hlustaði meðan ég gekk á milli staða. Ég er orðlaus í augnablikinu.