fimmtudagur, 22. janúar 2004

excel

Er að gera skilaverkefni í excel og fletti svolítið í kennslubókinni. Í kennslubókinni eru nokkrar skemmtilegar línur um forritið m.a. að ef maður skrifar einn tölustaf í hvern reit á einu vinnublaði (worksheet) og er u.þ.b. eina sekúndu með hvern þá geti maður skrifað stanslaust í 194 daga. Ef maður ætlar svo að prenta dótið út þá þarf 36000 blöð en sá stafli er víst á hæð við mig. Bara betra fyrir fólk að vita svona áður en það leggur í stórverkefni :)