laugardagur, 17. janúar 2004

Jei

Hér á bæ stefnir hraðbyri (í orðsins fyllstu merkingu) í að bílar verði á bólakafi í sköflum á ný. Ég fór áðan og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að svo færi ekki fyrir vorri sjálfrennireið og færði hana í stæði þar sem skefur ekki eins svakalega.

Það er nú svolítið gaman að fá ástæðu til að nota kuldagallann, það hafa nú ekki verið svo mörg skipti undanfarin ár. Mér finnst alltaf æðislega gaman í svona veðri, ég bara man ekkert hvar jeppinn minn er.