Jæja þá er skólinn byrjaður. Fyrsta heimaverkefni var sett fyrir í gær og allt komið í gang. Ég kem vel peppaður til leiks eftir að hafa varið hluta jólafrísins í lestur á Harry Potter. Það gerir skólann óneitanlega litríkari að hugsa um hann á svona Hogwartsnótum þó ég til allrar hamingju hafi enn ekki orðið var við Umbridge, fjúff.