miðvikudagur, 18. febrúar 2004

Engin fyrirsögn í dag

Í gærkveldi fór ég í mat til Péturs afa og borðaði einn af mínum uppáhalds réttum, soðna ýsu og kartöflur. Rétturinn er sennilega með því einfaldasta sem matreiðsla býður upp á en að mínu mati felst snilldin einmitt í einfaldleikanum.

Nú sit á Þjóðarbókhlöðunni, the national bookbarn á ensku, og er að safna kjarki í reikningshaldið. Ahhhh! Held hann sé kominn og þá er ekki annað að gera en að vinda sér í verkið.