fimmtudagur, 12. febrúar 2004

Naglasúpan

Í gær bjó ég til naglasúpu. Þannig var að ég ætlaði að fá mér smá kraftasnarl, til að stúta pestinni, en bætti alltaf meiri mat í pottinn. Ekki linnti látunum fyrr en ég var búinn að búa til kraftmikla grænmetis- og baunasúpu sem dugði okkur Ásdísi í kvöldmat gærdagsins og hádegismat í dag.

Súpan gerði sitt gagn og er ég allur að koma til en svo að allt sé öruggt er Ásdís að útbúa indverskan karrýrétt og köku í desert. Ég reikna því með að vera orðinn fullur af orku og flensulaus á morgun. 7-9-13 ;)