laugardagur, 28. febrúar 2004

Röfluteiknir

Einum deginum enn varið í excel og visual basic verkefni. Þetta er nú svolítið sniðugt dót. Í haust setti ég allt dótið í reikningshaldi upp í virðuleg excelskjöl og var frekar ánægður. Nú er öldin aldeilis önnur og finnst mér haustverkefnin bara vera kidstuff við hliðina á því sem ég gerði t.d. í morgun.