sunnudagur, 14. mars 2004

Fullt af fjöri

Jæææja! Síðan ég skrifaði síðast hefur ýmislegt gengið á og slatti af smjörsteiktum silungi runnið ljúflega niður í maga.

Í gærkvöldi vorum við hjá Elfari, pizzakvöld frestaðist um sólarhring. Það virðist hafa góð áhrif á pizzur að gerjast í sólarhring því þegar á hólminn var komið reyndist smjörsteiktur silungur og rjómasósa á borðum. Ekki slæm skipti það :) Eftir matinn var svo farið í bílaumboðið Heklu og nýi Golfinn skoðaður.

Í morgun svaf ég svo út en var afar ötull í lærdómi seinnipartinn, eftir að hafa fengið silungsskammt dagsins. Er að pakka skóladótinu saman núna og kominn með nóg næstu 9 tímana. Gúnatt...