fimmtudagur, 18. mars 2004

Fyrir háttinn

Áður en ég fer að sofa langar mig að deila nýjustu lífsreynslu minni með ykkur. Ég fékk mér lífræna jógúrt sem mér finnst alveg hreint frábær. Í gærkvöldi gaukaði Pétur afi að okkur tveimur skömmtum af lífrænni jógúrt og er ég hræddur um að hann hljóti að vera á prósentum því ég er húkkaður á fyrsta skammti. Voðavoða gott :)