mánudagur, 22. mars 2004

Verkefniverkefniverkefni

Júhú ég flutti lokaverkefni í einum tíma í dag, gekk vel. Þegar ég var búinn að því fór ég beint í Odda og hitti félaga mína og við kláruðum enn annað verkefni. Nú þegar það er búið mætti ætla að ég sé á heimleið en neeeeei. Ég er nefnilega að fara í enn eitt verkefnið og reikna með að vera hættur þessu rugli svona um tíu í kvöld.

Fréttir: Skólagjöldum var mótmælt fyrir framan aðalbygginguna í dag og froskarnir öppdeituðu lúkkið á síðunni sinni.