þriðjudagur, 16. mars 2004

Hádegisveisla

Í hádeginu komu til mín í heimsókn félagarnir Biggi og Hákon. Þegar þessi hópur stórmenna og matgæðinga hittist þá verður gjarnan eitthvað sniðugt úr. Ég átti tvö væn flök af silungi, slatta af smjöri og fullt af grænmeti. Strákarnir komu með rjóma og lax og ekki þarf háa greindarvísitölu til að giska á hvað við gerðum. Með þetta hráefni og þennan félagsskap er ekki hægt að klikka.

Eftir matinn stökk ég upp á hjólið mitt, svolítið silalega, og dreif mig í hagfræðitíma.